Tippari vikunar
Nú fer af stað nýr liður hér á heimasíðunni, tippari vikunar. Við vorum með samskonar leik hér í fyrravetur en nú skora UMFN getraunir á kunna Suðurnesjamenn að tippa fyrir okkur 12 raða seðil sem inniheldur eina þrítryggingu og tvær tvítryggingar. Tippari vikunar heitir síðan vinningnum á knattspyrnudeildina ef hann nær að vinna. Staðan í þessari keppni verður síðan birt á getraunasíðunni og í lokin verður sá sem átti bestu útkomuna heiðraður sérstaklega. Það er engin annar en Stefán Bjarkason framkvæmdastjóri Menningar og íþróttasviðs Reykjanesbæjar sem ríður á vaðið með fyrsta seðilinn. Mynd / Stefán Bjarkason sem á myndinni er með golfbindið sitt. Með hvað liði heldur þú á Englandi og fylgist þú vel með málunum ? Það vill nú svo einkennilega til að ég hef aldrei valið mér uppáhaldslið í fótboltanum á Englandi og reyndar heldur ekki í NBA. Núna fylgist ég vel með Chelsea vegna Eiðs Smára og líka öðrum liðum sem eru með íslenska leikmenn. Þá þýðir ekki að spyrja þig hvort þú sért sáttur við þína menn þessa stundina? Ég er alltaf stoltur þegar íslenskir knattspyrnumenn standa sig vel með erlendum liðum. Það er gríðarleg hvatnig fyrir okkar unga fólk ( stráka og stelpur) sem stefnir e.t.v. á atvinnumennskuna. Tipparðu reglulega ? Nei, en ég tók reglulega þátt í þessu fyrir mörgum árum og gekk bara ágætlega. Eitthvað að lokum ? Já. Ég ætla að fylgja fordæmi Eiðs Smára þegar hann fékk peningaverðlaun við kjör íþróttamanns ársins. Ef svo fer að einhverjir peningar koma á seðilinn þá eiga þeir að fara til barna- og unglingastarfs innan íþrótta í Reykjanesbæ. Seðill Stefáns í 2. leikviku lítur svona út. Nr. LeikurTákn 1 Liverpool – Tottenham1 2 Arsenal – Middlesbro1 3 Fulham – Newcastle1 4 Aston Villa – West Ham 1 5 Portsmouth – Everton1 2 6 Charlton – Birmingham 1 7 Blackburn – Bolton1 X 2 8 Ipswich – Sheff.Utd.1 9 Brighton – Leeds1 X 10 Hull – Crystal Palace 1 11 Q.P.R. – Southampton 1 12 Plymouth – Norwich 1 13 Sheff.Wed. – Leicester 1 Nú fer af stað nýr liður hér á heimasíðunni, tippari vikunar. Við vorum með samskonar leik hér í fyrravetur en nú skora UMFN getraunir á kunna Suðurnesjamenn að tippa fyrir okkur 12 raða seðil sem inniheldur eina þrítryggingu og tvær tvítryggingar. Tippari vikunar heitir síðan vinningnum á knattspyrnudeildina ef hann nær að vinna. Staðan í þessari keppni verður síðan birt á getraunasíðunni og í lokin verður sá sem átti bestu útkomuna heiðraður sérstaklega. Það er engin annar en Stefán Bjarkason framkvæmdastjóri Menningar og íþróttasviðs Reykjanesbæjar sem ríður á vaðið með fyrsta seðilinn. Mynd / Stefán Bjarkason sem á myndinni er með golfbindið sitt. Með hvað liði heldur þú á Englandi og fylgist þú vel með málunum ? Það vill nú svo einkennilega til að ég hef aldrei valið mér uppáhaldslið í fótboltanum á Englandi og reyndar heldur ekki í NBA. Núna fylgist ég vel með Chelsea vegna Eiðs Smára og líka öðrum liðum sem eru með íslenska leikmenn. Þá þýðir ekki að spyrja þig hvort þú sért sáttur við þína menn þessa stundina? Ég er alltaf stoltur þegar íslenskir knattspyrnumenn standa sig vel með erlendum liðum. Það er gríðarleg hvatnig fyrir okkar unga fólk ( stráka og stelpur) sem stefnir e.t.v. á atvinnumennskuna. Tipparðu reglulega ? Nei, en ég tók reglulega þátt í þessu fyrir mörgum árum og gekk bara ágætlega. Eitthvað að lokum ? Já. Ég ætla að fylgja fordæmi Eiðs Smára þegar hann fékk peningaverðlaun við kjör íþróttamanns ársins. Ef svo fer að einhverjir peningar koma á seðilinn þá eiga þeir að fara til barna- og unglingastarfs innan íþrótta í Reykjanesbæ. Seðill Stefáns í 2. leikviku lítur svona út. Nr. Leikur Tákn 1 Liverpool – Tottenham 1 2 Arsenal – Middlesbro 1 3 Fulham – Newcastle 1 4 Aston Villa – West Ham 1 5 Portsmouth – Everton 1 2 6 Charlton – Birmingham 1 7 Blackburn – Bolton 1 X 2 8 Ipswich – Sheff.Utd. 1 9 Brighton – Leeds 1 X 10 Hull – Crystal Palace 1 11 Q.P.R. – Southampton 1 12 Plymouth – Norwich 1 13 Sheff.Wed. – Leicester 1

