Tippari vikunar
Tippari vikunar er Halldór Magnússon sölumaður á fasteignasölunni Stuðlaberg. Það fer vel á því í tilefni þess við erum að starta fyrirtækjaleiknum okkar en Halldór fer fyrir tipplið Stuðlabergs. Einnig er Halldór vel kunnur innan okkar herbúða því hann var leikmaður með meistarflokki okkar á árunum 1991 til 1997 og fyrirliði liðsins þrjú síðustu árin. Dóri eins og flestir kalla hann á að baki alls 85 skráða leiki og í þeim gerði hann 13 mörk. Dóri lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 1997 langt um aldur fram enda ætti hann fyrst núna að vera farin að hugleiða það. Með hvaða liði heldur þú í Englandi og fylgist þú vel með málunum? Að sjálfsögðu fylgist maður náið með enska boltanum og ekki minnkar það með árunum. Mitt lið er að sjálfsögðu Arsenal og þó að þeir hafi ekki gefið manni mörg tilefni til að fagna þetta tímabilið þá er engin spurning að Arsenal-liðuð hefur spilað besta og fallegasta boltann síðastliðin ár. Við erum að byggja upp aðra kynslóð að meistaraliði og margir ungir pjakkar að koma fram og ekki líður á löngu þar til við verðum aftur farnir að spila eins og best er hægt að spila að hæti Wengers. Hefur þú ekki farið á völlinn í Englandi? Ég hef farið margar boltaferðir til Englands. Ég er í klúbbi sem hefur það eitt að markmiði að fara á sem flesta velli í Englandi og nú þegar erum við búnir að fara í fjórar ferðir og sú fimmta verður farin núna í mars. Þá verður farið á Upton Park og Craven Cottage. Við erum t.d. búnir að heimsækja Highbury, White Hart Lane, Anfield, Old Trafford, Selhurst Park, Villa Park og Reebok Stadium sem er líklega sá flottasti til þessa. Ekki skemmdi fyrir að strax eftir þann leik heilsaði Guðni Bergs uppá okkur sæll og glaður eftir sigurleik. Sáttur við þína menn þessa stundina? Langt í frá, eins og áður sagði þá hafa nú ekki verið margar ánægjustundir fyrir framan imbann í vetur og ekki er bjartara yfir næstu vikurnar. Við högum reyndar lent í alveg ótrúlegri meiðslahrinum varnarlega séð en það er bara partur af leiknum og svona stór klúbbur á að geta komist í gegnum slíkt. En við bindum samt vonir við Meistaradeildina þvi eins og dæmin sanna þá geta bara léleg lið orðið Evrópumeistarar. Tipparu reglulega? Ég hef nú verið alltof latur við það. Við erum fjórir saman, ég og pabbi og svo feðgarnir Jón og Garðar Newman sem hittumst alla laugardagsmorgna og tippuðum saman góðan seðil en við högum ekki verið virkir í vetur því miður, en það stendur vonandi til bóta. Eitthvað að lokum? Ég þakka fyrir mig og bið kærlega að heilsa öllum þeim spræki Njarðvíkingum sem léku með mér í den og einnig þeim sem vilja þekkja mig. Njarðvíkurárin eru full af skemmtilegum minningum. Svona lítur seðilinn hans Dóra út. Nr.LeikurTákn 1Bolton – West Ham1 2Newcastle – Southampton1 3Preston – Middlesbro1x2 4Charlton – Brentford 1 5Sheff.Wed. – Sheff.Utd.2 6Brighton – Watford2 7Leicester – Leeds X 8Millwall – Crystal Palace2 9Cardiff – Hull1 10Wolves – Ipswich1x 11Plymouth – Coventry X 12Norwich – Derby1 13Chesterfield – Southend12 Tippari vikunar er Halldór Magnússon sölumaður á fasteignasölunni Stuðlaberg. Það fer vel á því í tilefni þess við erum að starta fyrirtækjaleiknum okkar en Halldór fer fyrir tipplið Stuðlabergs. Einnig er Halldór vel kunnur innan okkar herbúða því hann var leikmaður með meistarflokki okkar á árunum 1991 til 1997 og fyrirliði liðsins þrjú síðustu árin. Dóri eins og flestir kalla hann á að baki alls 85 skráða leiki og í þeim gerði hann 13 mörk. Dóri lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 1997 langt um aldur fram enda ætti hann fyrst núna að vera farin að hugleiða það. Með hvaða liði heldur þú í Englandi og fylgist þú vel með málunum? Að sjálfsögðu fylgist maður náið með enska boltanum og ekki minnkar það með árunum. Mitt lið er að sjálfsögðu Arsenal og þó að þeir hafi ekki gefið manni mörg tilefni til að fagna þetta tímabilið þá er engin spurning að Arsenal-liðuð hefur spilað besta og fallegasta boltann síðastliðin ár. Við erum að byggja upp aðra kynslóð að meistaraliði og margir ungir pjakkar að koma fram og ekki líður á löngu þar til við verðum aftur farnir að spila eins og best er hægt að spila að hæti Wengers. Hefur þú ekki farið á völlinn í Englandi? Ég hef farið margar boltaferðir til Englands. Ég er í klúbbi sem hefur það eitt að markmiði að fara á sem flesta velli í Englandi og nú þegar erum við búnir að fara í fjórar ferðir og sú fimmta verður farin núna í mars. Þá verður farið á Upton Park og Craven Cottage. Við erum t.d. búnir að heimsækja Highbury, White Hart Lane, Anfield, Old Trafford, Selhurst Park, Villa Park og Reebok Stadium sem er líklega sá flottasti til þessa. Ekki skemmdi fyrir að strax eftir þann leik heilsaði Guðni Bergs uppá okkur sæll og glaður eftir sigurleik. Sáttur við þína menn þessa stundina? Langt í frá, eins og áður sagði þá hafa nú ekki verið margar ánægjustundir fyrir framan imbann í vetur og ekki er bjartara yfir næstu vikurnar. Við högum reyndar lent í alveg ótrúlegri meiðslahrinum varnarlega séð en það er bara partur af leiknum og svona stór klúbbur á að geta komist í gegnum slíkt. En við bindum samt vonir við Meistaradeildina þvi eins og dæmin sanna þá geta bara léleg lið orðið Evrópumeistarar. Tipparu reglulega? Ég hef nú verið alltof latur við það. Við erum fjórir saman, ég og pabbi og svo feðgarnir Jón og Garðar Newman sem hittumst alla laugardagsmorgna og tippuðum saman góðan seðil en við högum ekki verið virkir í vetur því miður, en það stendur vonandi til bóta. Eitthvað að lokum? Ég þakka fyrir mig og bið kærlega að heilsa öllum þeim spræki Njarðvíkingum sem léku með mér í den og einnig þeim sem vilja þekkja mig. Njarðvíkurárin eru full af skemmtilegum minningum. Svona lítur seðilinn hans Dóra út. Nr. Leikur Tákn 1 Bolton – West Ham 1 2 Newcastle – Southampton 1 3 Preston – Middlesbro 1×2 4 Charlton – Brentford 1 5 Sheff.Wed. – Sheff.Utd. 2 6 Brighton – Watford 2 7 Leicester – Leeds X 8 Millwall – Crystal Palace 2 9 Cardiff – Hull 1 10 Wolves – Ipswich 1x 11 Plymouth – Coventry X 12 Norwich – Derby 1 13 Chesterfield – Southend 12

