Tippari vikunar
Tippari vikunar að þessu sinni er Helgi Arnarsson skólastjóri Grunnskólans á Blönduósi. Helgi sem er uppalinn Njarðvíkingur fyrrum leikmaður og þjálfari okkar mun á sunnudaginn leiða lið sitt Hvöt sem hann þjálfar í leik gegn Njarðvík í Deildarbikarnum. Helgi hefur verið skólastjóri á Blönduósi síðan 1998 og breytir um skóla í sumar því hann hefur ráðið sig sem skólastjóri í Hvaleyrarskóla í Hafnafirði. Við heyrðum hljóðið í Helga nú í vikunni. Með hvað liði heldur þú á Englandi og fylgist þú vel með málunum ? Ég er Spursari. Jú, ég fylgist náið með mínum mönnum í enska boltanum. Farið á völlinni í Englandi? Já, ég hef tvisvar farið á leik í Englandi. Í fyrra skiptið þegar ég var unglingur og síðan aftur síðastliðinn vetur en þá fór ég í fyrsta skipti á White Hart Lane, sá mína menn lúta í lægra haldi fyrir Bolton en það var samt sem áður mikil upplifun. Sáttur við þína menn þessa stundina? Já, Tottenham liðið hefur leikið vel í vetur. Þetta er besta tímabil þeirra í mörg ár. Reyndar skandall að tapa fyrir Man. Utd á mánudaginn. Það gæti orðið dýrkeypt í baráttunni um 4. sætið að missa kónginn (Ledley King) í meiðsli rétt fyrir lokasprettinn. Nú stefnir allt í úrslitaleik um 4. sætið milli erkifjendanna Tottenham og Arsenal um næstu helgi. Tipparðu reglulega ? Já, við Hvatarmenn erum búnir að vera með tippleik í gangi í vetur sem hefur lyft bæði stemningunni í kringum tippið og einnig tekjum félagsins af sölunni á getraunum umtalsvert. Ég og minn félagi misstum naumlega af sigrinum í haustleiknum og lentum í 2. sæti en þurfum nú að keppa um svokallaðan afturrúðubikar í vorleiknum:-( Ég er einnig í tippklúbbi sem nefnir sig Árbakkabræður. Við hittumst nokkrir spekingar á föstudögum á kaffihúsinu Við árbakkann og spáum í leiki helgarinnar. Að þeim fundi loknum fara allir heim og pakka niður, því stefnan er ávallt sett á 13 rétta og í framhaldinu á ferð til Englands. En þó að klúbburinn sé nú bráðum búinn að vera starfræktur í heilan áratug, þá hefur það nú ekki gerst ennþá. Eitthvað að lokum ? Ég skora á Njarðvíkinga að vera duglegir að tippa og svo minni ég á síðasta leik þeirra í deildarbikarnum nk. sunnudag. Leikurinn fer fram kl. 15:00 í Fífunni. Andstæðingarnir eru engir aðrir en Hvatarmenn frá Blönduósi. Svona lítur seðillinn hans Helga út. Nr.LeikurTákn 1Chelsea – Liverpool 1 2Everton – Birmingham 1 3Portsmouth – Sunderland 1 4Newcastle – W.B.A. 1 5Sheff.Wed. – Reading 1 2 6Luton – Sheff.Utd. 2 7Q.P.R. – Watford 1 X 2 8Leeds – Crewe 1 9Hull – Preston 1 2 10C.Palace – Southampton 1 11Wolves – Brighton 1 12Cardiff – Norwich 1 13Millwall – Burnley 1 . Tippari vikunar að þessu sinni er Helgi Arnarsson skólastjóri Grunnskólans á Blönduósi. Helgi sem er uppalinn Njarðvíkingur fyrrum leikmaður og þjálfari okkar mun á sunnudaginn leiða lið sitt Hvöt sem hann þjálfar í leik gegn Njarðvík í Deildarbikarnum. Helgi hefur verið skólastjóri á Blönduósi síðan 1998 og breytir um skóla í sumar því hann hefur ráðið sig sem skólastjóri í Hvaleyrarskóla í Hafnafirði. Við heyrðum hljóðið í Helga nú í vikunni. Með hvað liði heldur þú á Englandi og fylgist þú vel með málunum ? Ég er Spursari. Jú, ég fylgist náið með mínum mönnum í enska boltanum. Farið á völlinni í Englandi? Já, ég hef tvisvar farið á leik í Englandi. Í fyrra skiptið þegar ég var unglingur og síðan aftur síðastliðinn vetur en þá fór ég í fyrsta skipti á White Hart Lane, sá mína menn lúta í lægra haldi fyrir Bolton en það var samt sem áður mikil upplifun. Sáttur við þína menn þessa stundina? Já, Tottenham liðið hefur leikið vel í vetur. Þetta er besta tímabil þeirra í mörg ár. Reyndar skandall að tapa fyrir Man. Utd á mánudaginn. Það gæti orðið dýrkeypt í baráttunni um 4. sætið að missa kónginn (Ledley King) í meiðsli rétt fyrir lokasprettinn. Nú stefnir allt í úrslitaleik um 4. sætið milli erkifjendanna Tottenham og Arsenal um næstu helgi. Tipparðu reglulega ? Já, við Hvatarmenn erum búnir að vera með tippleik í gangi í vetur sem hefur lyft bæði stemningunni í kringum tippið og einnig tekjum félagsins af sölunni á getraunum umtalsvert. Ég og minn félagi misstum naumlega af sigrinum í haustleiknum og lentum í 2. sæti en þurfum nú að keppa um svokallaðan afturrúðubikar í vorleiknum:-( Ég er einnig í tippklúbbi sem nefnir sig Árbakkabræður. Við hittumst nokkrir spekingar á föstudögum á kaffihúsinu Við árbakkann og spáum í leiki helgarinnar. Að þeim fundi loknum fara allir heim og pakka niður, því stefnan er ávallt sett á 13 rétta og í framhaldinu á ferð til Englands. En þó að klúbburinn sé nú bráðum búinn að vera starfræktur í heilan áratug, þá hefur það nú ekki gerst ennþá. Eitthvað að lokum ? Ég skora á Njarðvíkinga að vera duglegir að tippa og svo minni ég á síðasta leik þeirra í deildarbikarnum nk. sunnudag. Leikurinn fer fram kl. 15:00 í Fífunni. Andstæðingarnir eru engir aðrir en Hvatarmenn frá Blönduósi. Svona lítur seðillinn hans Helga út. Nr. Leikur Tákn 1 Chelsea – Liverpool 1 2 Everton – Birmingham 1 3 Portsmouth – Sunderland 1 4 Newcastle – W.B.A. 1 5 Sheff.Wed. – Reading 1 2 6 Luton – Sheff.Utd. 2 7 Q.P.R. – Watford 1 X 2 8 Leeds – Crewe 1 9 Hull – Preston 1 2 10 C.Palace – Southampton 1 11 Wolves – Brighton 1 12 Cardiff – Norwich 1 13 Millwall – Burnley 1 .

