Tippari vikunnar
Tippari vikunnar er Jóhann Magnússon formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar. Jóhann er sem stendur í feðraorlofi og því heimavinnadi húsfaðir. Annars starfar hann hjá Kögun á Keflavíkurflugvelli við þróun og viðhald Íslenska loftvarnakerfisins. Með þessu öllu er hann einnig í framhaldsnámi. Með hvaða liði heldur þú á Englandi og fylgist þú vel með? Aston Villa er mitt lið. Ég horfi töluvert á enska boltann og reyni þess í stað að sleppa öðru sjónvarpsefni til þess að réttlæta sjónvarpsglápið. Hefur þú farið á völlinn í Englandi? Já nokkrum sinnum. Hef amk. farið á Old Trafford, Anfield og Stanford Bridge. Það er orðið ansi langt síðan ég fór síðast, held það hafi verið á leik Chelsea og Ipswich og þeir Hemmi Hreiðars og Eiður voru í sitthvoru liðinu. Sáttur við þína menn þessa stundina? Aston Villa á að vera eitt af fimm efstu liðum í deildinni, þar sem liðið er það stæðsta í næst stæðstu borg Englands. Miðað við það er ég ekki sáttur. Tipparu reglulega? Nei alltof sjaldan nú orðið, þarf að taka mig á í því. Lokaorð? Það er gaman að sjá hvað getraunastarfið hjá ykkur hefur blómstrað, vonandi verður framhald af því. Hér svo seðill Jóhanns. Nr.LeikurTákn 1Bolton – West Ham X 2Portsmouth – Man.City X 3Everton – Fulham 1X2 4Sunderland – Wigan X 5Charlton – Middlesbro 1 6Reading – Watford 1 7Coventry – Sheff.Utd. 2 8Brighton – Preston 2 9Wolves – Cardiff 1X 10Sheff.Wed. – Q.P.RX 11Derby – Burnley 1 12Crewe – Southampton 1X 13Hull – Plymouth X Tippari vikunnar er Jóhann Magnússon formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar. Jóhann er sem stendur í feðraorlofi og því heimavinnadi húsfaðir. Annars starfar hann hjá Kögun á Keflavíkurflugvelli við þróun og viðhald Íslenska loftvarnakerfisins. Með þessu öllu er hann einnig í framhaldsnámi. Með hvaða liði heldur þú á Englandi og fylgist þú vel með? Aston Villa er mitt lið. Ég horfi töluvert á enska boltann og reyni þess í stað að sleppa öðru sjónvarpsefni til þess að réttlæta sjónvarpsglápið. Hefur þú farið á völlinn í Englandi? Já nokkrum sinnum. Hef amk. farið á Old Trafford, Anfield og Stanford Bridge. Það er orðið ansi langt síðan ég fór síðast, held það hafi verið á leik Chelsea og Ipswich og þeir Hemmi Hreiðars og Eiður voru í sitthvoru liðinu. Sáttur við þína menn þessa stundina? Aston Villa á að vera eitt af fimm efstu liðum í deildinni, þar sem liðið er það stæðsta í næst stæðstu borg Englands. Miðað við það er ég ekki sáttur. Tipparu reglulega? Nei alltof sjaldan nú orðið, þarf að taka mig á í því. Lokaorð? Það er gaman að sjá hvað getraunastarfið hjá ykkur hefur blómstrað, vonandi verður framhald af því. Hér svo seðill Jóhanns. Nr. Leikur Tákn 1 Bolton – West Ham X 2 Portsmouth – Man.City X 3 Everton – Fulham 1X2 4 Sunderland – Wigan X 5 Charlton – Middlesbro 1 6 Reading – Watford 1 7 Coventry – Sheff.Utd. 2 8 Brighton – Preston 2 9 Wolves – Cardiff 1X 10 Sheff.Wed. – Q.P.R X 11 Derby – Burnley 1 12 Crewe – Southampton 1X 13 Hull – Plymouth X

