Ungmennafélagið 70 ára.
Ungmennafélagið 70 ára. Í tilefni af 70 ára afmæli Ungmennafélags Njarðvíkur (UMFN) sem var þann 10. apríl sl., er verið að vinna við að rita sögu félagsins sem nær frá stofnun þess og fram til þessa dags. Ritefnd UMFN hefur verið að störfum í u.þ.b. tvö ár og hefur verið að afla efnis í tilefni af þessum merku tímamótum og merka áfanga í sögu ungmennafélagsins. Ritnefndin fer þess vinsamlegast á leit við félagsmenn og aðra velunnara ungmennafélagsins að fá afnot af myndum og öðru efni sem mögulega er til frá starfi félagsins í gegnum tíðina og gæti átt heima í afmælisriti félagsins sem gefið verður út 1. desember 2014. Í afmælisblaðinu verður einstaklingum, félögum og fyrirtækjum gefin kostur á að vera með heillaóskastyrktarlínur í blaðinu og er fólki bent á að hafa samband við skrifstofu UMFN í síma 421 2895 eða senda póst á umfn@vu2140.ed.1984.is Einnig er hægt að hafa samband við ritnefndarmenn sem hér segir; Viðar í síma 895 7434 netfang visi@simnet.is, Haukur í síma 825 7107 netfang osha@simnet.is Með afmæliskveðju, ritnefnd UMFN

