Úr leik í bikarnum eftir tap gegn KR
Njarðvíkingar eru úr leik í VISA bikarnum eftir tap gegn Íslandsmeisturum KR 1 – 3 á Njarðvíkurvelli í kvöld. KR voru fyrr til að skora eftir rúmlega 5 mín leik en áður höfðu heimamenn sótt stíft og átt einar þrjár hornspyrnur. Eftir markið komu heimamenn meira og meira inní leikinn og sýndu Íslandsmeisturunum enga miskun, liðin skiptust á að sækja og náðum við oft að ógna KR markinu verulega. Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega og KR ingar bættu fljótlega við marki á upphafsmínótum seinni hálfleiks en heimamenn gáfu ekkert eftir. Þriðja mark KR inga kom síðan um miðjan hálfleikinn frekar ódyrt að fá svona mark á sig. Þetta drap svo síður Njarðvíkinga niður heldur bætti í og Jón Fannar minkaði munin með góðu skoti eftir hornspyrnu. Njarðvíkingar voru við að setja annað mark, nokkur hættuleg færi komu sem okkur tókst ekki að nota. Þessi leikur var ágæt skemmtun fyrir áhorfendur en batt endir á bikardrauma Njarðvíkinga en við komust einu skrefi lengra en í fyrra sumar, lið spilaði sinn leik og stóð sig vel. Þessi leikur var tímamóta leikur hjá Snorra Má Jónssyni hans 100 fyrir Njarðvík, við óskum honum til hamingju með áfangan og kallinn var samur við sig í leiknum sama baráttan og leikgleðin eins og alltaf. Sjá umfjöllun Víkurfrétta Sjá umfjöllun KRsíðunar VISA bikarinn NJARÐVÍK – KR 1 – 3 ( 0 – 1 ) Njarðvíkurvöllur Byrjunarlið Njarðvík 1.Friðrik Árnason , 2.Bjarni Sæmundsson, 3.Kristinn Örn Agnarson, 4.Snorri Mar Jónsson, 5.Eyþór Guðnason, 6.Einar Oddsson, 7.Milan Janosevic ( Aron Már Smárason ), 8. Jón Fannar Guðmundsson, 9. Gunnar Örn Einarsson ( Kristinn Björnsson ),10.Guðni Erlendsson, 11.Magnús Ólafsson ( Einar Freyr Sigurðsson ). Varamenn 12.Rúnar Dór Daníelsson,13.Kristinn Björnsson, 14.Einar Freyr Sigurðsson, 15.Gunnar Sveinsson, 16.Aron Már Smárason. Myndir / 1. Snorri Már að loknum 100 leiknum 2. Njarðvíkingar sækja að marki KR undir lok leiks 3. Leikmenn ganga til leiks. Njarðvíkingar eru úr leik í VISA bikarnum eftir tap gegn Íslandsmeisturum KR 1 – 3 á Njarðvíkurvelli í kvöld. KR voru fyrr til að skora eftir rúmlega 5 mín leik en áður höfðu heimamenn sótt stíft og átt einar þrjár hornspyrnur. Eftir markið komu heimamenn meira og meira inní leikinn og sýndu Íslandsmeisturunum enga miskun, liðin skiptust á að sækja og náðum við oft að ógna KR markinu verulega. Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega og KR ingar bættu fljótlega við marki á upphafsmínótum seinni hálfleiks en heimamenn gáfu ekkert eftir. Þriðja mark KR inga kom síðan um miðjan hálfleikinn frekar ódyrt að fá svona mark á sig. Þetta drap svo síður Njarðvíkinga niður heldur bætti í og Jón Fannar minkaði munin með góðu skoti eftir hornspyrnu. Njarðvíkingar voru við að setja annað mark, nokkur hættuleg færi komu sem okkur tókst ekki að nota. Þessi leikur var ágæt skemmtun fyrir áhorfendur en batt endir á bikardrauma Njarðvíkinga en við komust einu skrefi lengra en í fyrra sumar, lið spilaði sinn leik og stóð sig vel. Þessi leikur var tímamóta leikur hjá Snorra Má Jónssyni hans 100 fyrir Njarðvík, við óskum honum til hamingju með áfangan og kallinn var samur við sig í leiknum sama baráttan og leikgleðin eins og alltaf. Sjá umfjöllun Víkurfrétta Sjá umfjöllun KRsíðunar VISA bikarinn NJARÐVÍK – KR 1 – 3 ( 0 – 1 ) Njarðvíkurvöllur Byrjunarlið Njarðvík 1.Friðrik Árnason , 2.Bjarni Sæmundsson, 3.Kristinn Örn Agnarson, 4.Snorri Mar Jónsson, 5.Eyþór Guðnason, 6.Einar Oddsson, 7.Milan Janosevic ( Aron Már Smárason ), 8. Jón Fannar Guðmundsson, 9. Gunnar Örn Einarsson ( Kristinn Björnsson ),10.Guðni Erlendsson, 11.Magnús Ólafsson ( Einar Freyr Sigurðsson ). Varamenn 12.Rúnar Dór Daníelsson,13.Kristinn Björnsson, 14.Einar Freyr Sigurðsson, 15.Gunnar Sveinsson, 16.Aron Már Smárason. Myndir / 1. Snorri Már að loknum 100 leiknum 2. Njarðvíkingar sækja að marki KR undir lok leiks 3. Leikmenn ganga til leiks.

