Við þurfum öflugan stuðning gegn Víði segir Bjarni Sæm
Bjarni Sæmundsson formaður knattspyrnudeildarinnar var mjög ánægður með árangurinn gegn BÍ Bolungavík fyrir vestan þegar hann náðist í spjall stuttu fyrir æfingaleik Eldri flokks gegn liði meistara / 2. flokks í kvöld. En aðspurður um sigur okkar manna gegn BÍ Bolungavík sagði hann. Þetta var sex stiga sigur og heldur okkur inní baráttunni við Gróttu og Reyni áfram, liðin hafa ekki verið að fara vestur og taka auðveld stig þar í sumar. Við höfum náð að sigra í sumar á erfiðum útivöllum eins og Egilsstöðum, Sauðárkróki og Siglufirði í sumar.Næsti leikur er nágrannaslagur við Víði, hvað vilt þú segja um hann? Það er á hreinu að Víðismenn verða erfiðir gegn okkur þeir hafa verið að taka stig á undanförnu eftir slæma byrjun og við verðum að setja hausinn í þetta. Ég vil hvetja alla Njarðvikinga og stuðnigsmenn okkar að fjölmenna á Njarðtaksvöllinn og hvetja okkar menn til sigurs.Nú hafa nokkrir yngri leikmenn verið að koma inná í undanförnum leikjum? Já það er stefna okkar að nota þá leikmenn sem eru að alast upp hjá félaginu þegar þeir eru tilbúnir til þess. Við þurfum að nota þessa leikmenn og við berum fullt traust til þeirra. Að undanförnu hafa þeir leikmenn sem hafa fastamenn verið að meiðast og tínast í leikbönn og þá er gott að eiga leikmenn til vara. Það hafa alls 24 leikmenn tekið þátt í leikjum okkar í 2. deild í sumar, 13 þeirra eru uppaldir hjá félaginu og eru á aldrinum 16 til 26 ára. Hinir eru flestir úr nágrannafélögunum og hafa verið lengi hjá okkur.Mynd / Bjarni skokkar tilbaka eftir að hafa skorað úr vítaspyrnu. Glæsi tilþrif hjá markverðinum Vörnin hjá eldri flokki Bjarni Sæmundsson formaður knattspyrnudeildarinnar var mjög ánægður með árangurinn gegn BÍ Bolungavík fyrir vestan þegar hann náðist í spjall stuttu fyrir æfingaleik Eldri flokks gegn liði meistara / 2. flokks í kvöld. En aðspurður um sigur okkar manna gegn BÍ Bolungavík sagði hann. Þetta var sex stiga sigur og heldur okkur inní baráttunni við Gróttu og Reyni áfram, liðin hafa ekki verið að fara vestur og taka auðveld stig þar í sumar. Við höfum náð að sigra í sumar á erfiðum útivöllum eins og Egilsstöðum, Sauðárkróki og Siglufirði í sumar. Næsti leikur er nágrannaslagur við Víði, hvað vilt þú segja um hann? Það er á hreinu að Víðismenn verða erfiðir gegn okkur þeir hafa verið að taka stig á undanförnu eftir slæma byrjun og við verðum að setja hausinn í þetta. Ég vil hvetja alla Njarðvikinga og stuðnigsmenn okkar að fjölmenna á Njarðtaksvöllinn og hvetja okkar menn til sigurs. Nú hafa nokkrir yngri leikmenn verið að koma inná í undanförnum leikjum? Já það er stefna okkar að nota þá leikmenn sem eru að alast upp hjá félaginu þegar þeir eru tilbúnir til þess. Við þurfum að nota þessa leikmenn og við berum fullt traust til þeirra. Að undanförnu hafa þeir leikmenn sem hafa fastamenn verið að meiðast og tínast í leikbönn og þá er gott að eiga leikmenn til vara. Það hafa alls 24 leikmenn tekið þátt í leikjum okkar í 2. deild í sumar, 13 þeirra eru uppaldir hjá félaginu og eru á aldrinum 16 til 26 ára. Hinir eru flestir úr nágrannafélögunum og hafa verið lengi hjá okkur. Mynd / Bjarni skokkar tilbaka eftir að hafa skorað úr vítaspyrnu. Glæsi tilþrif hjá markverðinum Vörnin hjá eldri flokki

