Viðtal við Teit Örlygsson í Íþróttablaðinu
Hann minnir um sumt á ítalska knattspyrnusnillinginn Salvatore Schillachi þegar honum er heitt í hamsi og hann gleymir sér í augnabliks skaphita í spennandi körfuboltaleik. Þegar maður horfir á hann, geislandi af leikgleði og manni finnst sem augun ætli út úr höfðinu á honum , er eins og hann hafi þúsund andlit í einu – slík eru svipbrigðin. Maðurinn er Teitur Örlygsson, körfuknattleiksmaður úr Njarðvík. Teitur sem er 25 ára, er fæddur í Keflavík, en uppalinn í Njarðvík. Mörgum aðkomumönnum finnst sem Njarðvík og Keflavík séu sami staðurinn en eftir samtal við Teit sannfærist maður um að svo er ekki, allavega ekki þegar körfubolti er annars vegar. Teitur gekk í grunnskóla Njarðvíkur en þegar skyldunámi var lokið var körfuboltinn orðinn númer eitt og hefur skipað öndvegi hjá Teiti allar götur síðan. Teitur byrjaði snemma í körfubolta og fylgdi þar m.a. í fótspor eldri bróður síns, Sturlu. Hann reyndi þó fyrir sér í fleiri greinum og varð m.a. Íslandsmeistari með 5. flokki karla í handknattleik með UMFN. En oft eru það fullorðnu mennirnir sem móta ungu strákana og á uppvaxtaárum Teits var mikill uppgangur í körfuni í Njarðvík. Hann heillaðist af íþróttinni og hefur verið heillaður síðan. En hvernig upplifir Teitur sig sem körfuknattleiksmann í dag? Er hann aðalstjarnan í Njarðvík? “Nei, ég er alls enginn stjarna í Njarðvíkurliðinu. Það segir kannski sína sögu að ég hef aðeins einu sinni verið stigahæsti leikmaður keppnistímabils með Njarðvík, en það var veturinn 1988-89 þegar engir erlendir leikmenn léku hér. Ég held að styrkur minn liggi í því að ég er alhliða leikmaður, get bæði sótt og varist. Leikmanna hópur UMFN er líka þannig að þar “fílar” sig enginn einn sem stjörnu, heldur erum við fyrst og fremst liðsheild.” -Er ekki stundum erfitt að vera þú? Eru ekki gerðar miklar kröfur til þín?- “Jú vissulega verð ég var við að kröfur eru gerðar til mín og ég get ekki neitað því að mér finnst það gott. Ég tel mig leika best þegar ég er undir sem mestri pressu og mínir lökustu leikir eru gegn slakari liðum því þá er mér hætt við að missa einbeitinguna” -Hver er ástæða fyrir þessari ríku körfuboltahefð á Suðurnesjunum?- “Ég held að hana megi rekja til íþróttafélags Keflavíkurflugvallar. Ingi Gunnarsson var fyrirliði þess liðs auk landsliðsins og hann átti eftir að gera stóra hluti í Njarðvíkum sem og Bogi Þorsteinsson. Það má síðan eiginlega segja að körfuboltinn hafi færst yfir til Njarðvíkur og Keflavíkur þegar íþróttahúsin risu þar. Það tók þó Njarðvíkinga langan tíma að koma upp nægilega sterku liði til þess að verða íslandsmeistarar – og það gerðist reyndar ekki fyrr en árið 1981.” -Hvernig er andrúmsloftið þegar Suðurnesjarisarnir UMFN og ÍBK eigast við? – ” Það er alveg ólýsanlegt. Það má eiginlega segja að líf bæjarbúa snúist ekki um neitt annað. Sérstaklega var þetta áberandi þegar þessi 2 lið léku til úrslita á Íslandsmótinu í fyrra. Úrslitakeppnin stóð yfir í 2 vikur og það má eiginlega segja að maður hafi verið í hálfgerðu móki allan þann tíma. Daginn eftir síðasta leikinn vaknaði maður síðan upp við það að eitthvað vantaði og maður var farinn að spá í venjulega hlutin eins og hvernig veðrið væri – hluti sem maður hafði algerlega leitt hjá sér. Þetta var samt eiginlega of mikið. Leikmenn liðanna gátu hvergi verið út af fyrir sig. Ég man t.d. þegar við gengum, nokkrir félagar, niður á bryggju til þess að láta hugann reika aðeins og reyna að slappa af. Það var ekki hægt því þar voru menn hrópandi á okkur og að sjálfsögðu snerust köllin um körfubolta. Það er gríðarlegur rígur á milli liðanna og í hita leiksins eru menn farnir að segja og framkvæma hluti sem þeir myndu ekki gera ella. Samt er reynt a ðkeppa, innan vallar sem utan í sem mestu bróðerni og menn reyna að skilja sáttir.” Það hefur ekki farið á milli mála að þróunin er sú að lið á víð og dreif um landið eru frain að láta til sín taka í titlakapphlaupi í körfunni. Að spurður sagði Teitur þetta jákvæða þróun því þetta gæfi af sér fleiri góð körfuboltalið. “Ég held þó að það séu engin fallandi veldi á Suðurnesjunum” sagði Teitur. “Keflvíkingar eru alls ekki með lakara lið en þeir hafa verið með undanfarin ár og ég er sannfærður um að okkur Njarðvíkingum á eftir að ganga vel í vetur þrátt fyrir að byrjunin hafi ekki verið eins og við óskuðum”. -Hvað með landsliðsmálin? Ertu sáttur við það sem þar er að gerast? “Já ég get ekki sagt annað. Ég held að Torfi Magnússon sé að gera mjög góða hluti með landsliðið og ætli hann sé ekki eini íslenski landsliðsþjálfarinn í körfubolta sem hefur fleiri sigra en töp í farteskinu. Ég hef líka persónulega mjög gaman af því að spila fyrir Torfa enda hefur hann náð öllum bestu leikmönnunum saman í þá leiki sem hann hefur viljað. Það væri þó vissulega æskilegt ef landsliðið gæti leikið fleiri æfingaleiki eins og t.d. handboltalandsliðið er að gera við og við. Ég geri mér þó fyllilega grein fyrir því að þetta kosta allt sman peninga og KKÍ veður ekki í þeim” -Fer að koma að því að íslenska landsliðið fari að láta verulega til sín taka á alþjóðavettfangi? “Já það tel ég. Ég held að við séum ein af sterkustu þjóðunum á Norðurlöndum, það er engin spurning. Við unnum Norðmenn og Svía, en lékum að vísu ekki gegn Dönum og Finnum, á opnu Norðurlandamóti. Persónulega er ég sannfærður um að við hefðum unnið 2 síðastnefnudu þjóðirnar og ef um venjulegt Norðurlandamót hefði verið að ræða, þar með sigrað mótið. Það má einnig benda á að við unnum Litháa hérna heima í fyrra, en þeir unnu til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum síðastliðið sumar. Menn kunna þá að benda á að lið Litháa hafi vantað marga leikmenn og vissulega er það rétt. Menn mega þó ekki gleyma því að karfan er fyrst og fremst hóp íþrótt og ég tel sigurinn á Litháum sýna að við erum á réttri leið.” -Nú virðast fleiri íslenskir tveggja metra menn að vera að koma fram á sjónarsviðið. Er þetta ekki Jákvæð þróun? “Jú vissulega er þetta virkilega jákvæð þróun. Sérstaklega ef litið er til þess hversu margir ungir stórir strákar eru að koma fram. Það virðist vera að með aukinni umfjöllun og auknum körfuboltaáhuga heltist þessir stóru slánar síður úr lestinni og er það íþróttinni mjög til góðs.” -Nú talarðu um ungu strákarnir hætti síður nú en þeir gerðu áður vegna vakningar í körfuni. Hvað veldur þessum mikla körfubolta áhuga? “Ég held að þessi aukni körfuboltaáhugi sé alls ekkert bundinn við Ísland. Ég sá það t.d. í nýlegri könnun að körfubolti er orðin þriðja vinsælasta íþróttagrein heims á eftir fótbolta og tennis. Þessi aukni áhugi á örugglega rætur sínar að rekja til bandarísku snillingana í NBA. Stöð 2 hefur verið að sýna leiki frá deildinni og m.a. sýnt beint frá úrslitakeppninni og maður varð var við gríðarlegan áhuga fólks á því að fylgjast með þessum köppum og fæstir körfuboltaáhugamenn töldu eftir sérað vaka aðeins lengur meðan á úrslitakeppninni stóð. Síðan má heldur ekki gleyma því að miklar breytingar hafa verið gerðar á keppnisfyrirkomulaginu hérna heima með úrslitakeppninni sem sett var á laggirnar. Hún hefur heppnast geysilega vel og það sýnir sig m.a. á því að svipað fyrirkomulag er komið í handboltann og sú uppskrift virðist einnig ætla að ganga þar. Úrslitakeppnin í körfuni mætti þó vera lengri að mínu mati og með fleiri liðum, því mér fyndist að fleiri liðum ætti að vera kleift að taka þátt í þeirri miklu spennu sem er í kringum úrslitakeppninar þar sem hver leikur er úrslitaleikur” -Hefur eitthvað gleymst? ” Ég veit það ekki. Það kann að vera að einhver lið hafi látið unglinga og uppbyggingastarf sitja á hakanum. Ég veit að vel hefur verið haldið á spilunum hvað þetta varðar hjá Suðurnesjaliðunum en ég kann ekki frá að segja hvort önnur lið hafa staðið sig í stykkinu. Unglingastarfið er nokkuð sem ekki má vanrækja og það var mjög ánægjulegt og sýnir kannski aukna grósku í unglinastarfi að unglingalandslið Íslands sigraði á Norðurlandamótinu í fyrra.” -Nú verður A-keppni í handboltanum í vetur. Kemur það ekki til með að draga athyglina frá körfuboltanu ef íslenska landsliðinu vegnar vel? “Nei það tel ég ekki. Menn koma til með að fygjast áfram með sínum íþróttagreinum þó svo að landsliðið í einhverri grein sé í eldlínunni. Ég fylgist t.d. með handboltanum af miklum áhuga þegar þeir eru að keppa og ef maður lítur til fótboltalandliðsins finnst mér það mikil synd hversu lítin áhuga fólk sýnir því vegna þess að það ætti ekki að vera erfitt að koma upp mjög sterkum heimavelli fyrir íslenska fótboltalandsliðið hér á landi” -Hvernig nærð þú upp í þér keppnisskapinu fyrir leiki? “Fyrir leiki sem ég veit að koma til með að verða tvísýnir þarf ég ekki að “peppa” mig neitt sérstaklega upp , þá kemur keppnisharkan af sjálfu sér. Annars tölum við leikmennirnir okkur almennt saman fyrir leiki og reynum að ýta hver við öðrum. Stundum finnst mér að eitthvað meira þurfi til þess að ég nái upp almennilegri keppnishörku en orðin tóm, þá er oft ýtt við mér eða eitthvað þess háttar. Það getur þó snúist upp í andhverfu sína. Ég man t.d. einu sinni þegar einn ónefndur leikmaður UMFN kleip sem mest hann gat í lærið á mér í einu leikhléi. Ætlunin hans var að peppa mig upp en það bar engan árangur því ég hugsaði meira um það hverning hann kleip mig en til hvers”. – Ertu eins mikill keppnismaður utan vallar sem innan? “Já það má segja það . Þegar ég er t.d. að spila með fjöskylduni spil verð ég eiginlega að vinna síðasta spilið og stundum er haldið áfram lengi þar til ég vinn. Þetta er eins þegar ég hef verið að leika mér í kröfubolta á sumrin, ég verð að hætta ángæður og ég þoli ekki að tapa” -Nú hafa margir veitt sterkum svipbrigðum þínum meðan á leik stendur athygli. Stundum er eins og þú sért að missa augun úr höfðinu. Er þetta eitthvað ósjálfrátt eða hvað? “Já þetta er mér algerlega ósjálfrátt, ég nota linsur og hef velt því fyrir mér hovrt þessi sterki augnsvipur stafi af notkun þeirra, en ég held ekki. Svona er ég bara þegar ég er einbeittur. Mér bregður stundum þegar ég sé myndir af sjálfum mér starandi inni á vellinum en þrátt fyrir margar tilraunir fyrir framan spegilinn hefur mér ekki tekist að ná þessum sama svip. Annars er það skemmtilegt hvað kjaftasögurnar eru fljótar að verða til. Það var t.d. ákveðið í einum saumaklúbbi hér á Suðurnesjum að augun ætluðu út úr hausnum á mér vegna þess hve ég neytti mikils kókaíns! Hugsaðu þér! Maður var kallaður MARADONA og allt!” -Hvernig tekuru svona sögum? “Fyrst fór þetta í taugarnar á mér en núna stendur mér nákvæmlega sama og ég brosi að þessum sögum. Ég man t.d. eftir annari sögu en hún varð til í kjölfar einhverra tapleikja hjá okkur. Þá reyna menn oft að leita skýringa og skýringin fyrir þessu tapleikjum var víst hversu hliðhollir brennivíninu við hefðum verið. Sú saga gekk fjöllum hærra að sést hefði til eins af leikmönnum okkar þar sem hann var að fara inn til sín blindfullur. Það var bara verst að hinn upphaflegi sögumaður vissi ekki að viðkomandi leikmaður var fluttur úr því húsi þar sem til hans hafði átt að sjást, nokkrum mánuðum áður!” -Nú vakti það mikla athygli í úrslitakeppnini þegar þú skallaðir Gunnar litla bróðir þinn á milli vítaskota sem hann var að framkvæma. Til hvers var það gert? “Þetta var einungis til gamans gert. Ég var að reyna að peppa Gunna upp og að fara aðeins í taugarnar á Keflvíkingunum í leiðinni. Þó svo að töluvert sé um liðið frá því að ég skallaði hann þá sér ennþá á honum! Hann hefur verið svo óheppinn að ég skallaði tvisvar á nákvæmlega sama stað” -Hvaða íslenskur körfuboltamaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? “Núna situr Páll Kolbeinsson efst í huganum, en hann fór hamförum gegn okkur í öðrum leiknum í dieldinni. Einnig finnst mér mikið til Jóns Kr og Guðmundar Bragasonar koma” -Hvaða tvo íslenska leikmenn vildirðu sjá í Njarðvíkurbúiningum? “Ætli það yrðu ekki Pétur Guðmundsson og Jón Kr Gíslason. Ef það gegni eftir myndum við ekki bara styrkjast um Jón Kr heldur myndi Keflavík veikjast um hann” sagði Teitur og brosti út í annað og manni verður ljóst að sameining UMFN og ÍBK virðist varla vera á næstu grösum. “Ég hef spilað marga leiki með Jóni Kr. Með landsliðinu og við erum farnir að þekkja ágætlega hvor á annan og mér finnst gott að spila með honum” Af erlendum leikmönnum sagðist Teitur mest halda upp á Michael Jordan “Maður verður eiginlega að gera það, því hann hefur framkvæmt hluti sem aðra aðeins dreymir um að hægt væri að framkvæma. Einnig verður gaman að fylgjast með Shaq Oneal næsta vetur en hann var valinn fyrstur í háskólavalinu í ár. Þegar ég var yngri var ekki hægt að fylgjast eins vel með NBA og nú er hægt en ég horfði á þá leiki sem RÚV sýndi á sínum tíma og síðan komst ég í körfuboltablöð upp á velli. Þá voru stjörnurnar DR.J og fleiri miklir körfuboltakappar” -Verður Bandaríkjamönnum einhverntíman ógnað í körfuboltanum? “Nei það held ég varla allavega ekki í bráð. Það sýndi sig á Ólympíuleikunum síðasta sumar að þeir virðast vera um 10 til 15 árum á undan öðrum þjóðum í leikni sinni í íþróttinni. Það er kannski ekki skrýtið því að þeir leikmenn sem ná alla elið inn í NBA eru í körfubolta svo að segja frá því að þeir eru í vöggu þar til þeir hafa gengið í gegnum háskólaana. Ég hafði mjög gaman af því að fylgjast með draumaliðinu og það sýnir vel hversu langt er hægt að ná í íþróttinni.” -Gætiru hugsað þér að leika meðö öðru íslensku liði en UMFN? “Já ég gæti það. Ég hef verið að velta þessu mikið fyrir mér og það er ekki ólíklegt að maður slái til fyrir næsta tímabil og prófi eitthvað nýtt” -Er eitthvað eitt lið fremur öðru sem þú gætir hugsað þér að leika með? “Ég veit það ekki. Ég verð að segja eins og er að mig hefur alltaf langað til þess að prófa að eiga heima í Reykjavík. Eins gæti ég vel hugsað mér að leika á stað eins og Sauðárkróki þar sem stemmningin er gríðarleg. Ég hef alltaf fundið mig vel í leikjum fyrir norðan því þar fæ ég þá pressu á mig sem mér líður vel að leika í öskrandi áhorfendur yfir hausamótunum á manni. Það má samt ekki gleyma því að ég er Njarðvíkingur og hef aldrei spilað með öðru liði. Það getur vel verið að ég finni mig ekki eins vel annars staðar og ég geri í Njarðvík.” -Eru einhverjir peningar í körfuni? “Nei allavega ekki þannig að maður geti lifað af því . Þaðvar þannig á tímabili að mönnum voru boðnar þjálfarastöður og þeir gátu þá samrýmt áhugamál og atvinnu. Þetta hentaði mér ekki . Mér fannst það eyðileggja fyrir mér að vera öllum stundum í íþróttahúsinu og mér líður mun betur í vinnuni hjá Flugleiðum heldur en mér leið þegar ég vann við þjálfun hjá Njarðvík” -Nú segist þú hafa velt fyrir því að skipta um félag og Sturla bróðir þinn hefur leikið með nokkrum íslenskum félögum. Er miklir peningar í þessu? Hefur Sturla grætt? “Nei það held ég ekki. Ég hef það á tilfinningunni að Stulli sjái eftir því að hafa verið að flakka svona mikið milli félaga og hann er ekki orðinn ríkur af því. Ég gæti alveg hugsað mér aðspila með öðru liði í einhvern ákveðinn tíma, en ég reikna með að búa í Njarðvík í framtíðinni annars maður aldrei að segja aldrei. Hvað varðar peninganna í körfuboltanum held ég að þeir séu ekkert gríðarlegir. Við hjá Njarðvík erum t.d. á leikmannasamningum þar sem skýrt er kveðið á um hvað skuli greiða fyrir okkur. En það eru margir lausir endar á svona samningum og þeir eru langt frá því að vera fullkomnir.Ég hef heyrt það útundan mér að ég hafi fengi einhverjar milljónir fyrir að leika með Njarðvík og sú saga gekk víst fjöllum hætta á síðasta KKÍ þingi.Þetta er algjör vitleysa. Forráðamenn Njarðvíkur hlógu sig mátlausa að þessu og voru hæstánægðir með þessa sögu. Upphæðirnar sem Njarðvík var að greiða mér áttu vísta að hafa verið svo háar að öðrum liðum datt ekki í hug að bjóða í mig! Ég var víst svo dýr! Þannig að forráðamenn deildarinnar le´tu það því alveg ver að bera þessa sögusögn til baka á þinginu. Ég get ekki séð þá íslensku leikmenn sem leika í úrvalsdeildinni og gera ekkert annað en spila körfubolta. Erlendu leikmennirnir sem hér eru hafa margir hverjir ágætis peninga upp úr þessu en við Íslendingar sitjum ekki við sama borð og þeir hvað peningana varðar” – Nú eyðir þú miklum að tíma í æfingar og keppnir með félags og landsliði. Hvað teldirðu eðlilegt að þú fengir greitt fyrir það streð sem þú leggur á þig í körfunni? “Þessu er mjög erfitt að svara. Menn gætu fussað ef ég segði 50þús kr og hvað þá ef ég segði 100þús kr. Það væri aftur á móti mjög æskilegt að menn gætu eytt meiri tíma í íþróttina t.d. unni vejulega vinnu fyrir hádegi og síðan einbeitt sér að íþrótt sinni eftir hádegi og þá jafnvel unnið eitthvað fyrir félagslið sitt.” -Hvaða leiðir eru færar til þess að veit merir peningum í körfuboltan? “Eins og staðan er í þjóðfélaginu í dag sitja íþróttir á hakanum þegar verið eru að úthluta peningum það gefur augaleið. Mér finnst mjög jákvætt að smaið skyldi vera við RÚV um sýningarrétt á leikjum úrvalsdeildarinnar því RÚV á sinn skerf í þeim uppgangi sem hefur verið í körfunni. Það fór t.d. ekki milli mála að það vakti mikla athygli þegar verið var að sýna úrslitakeppnina á milli UMFN og ÍBK í beinum útsendingum enda voru allir þessi leikir draumaleikir og spennandi fram á síðustu mínútur. Hvað varðar auglýsingamál og áhorfendafjölda á leikjum þá tel ég þau mál vera í nokkuð góðum málum” -Finnst þér að leikmenn úrvalsdeildarinnar eigi að njóta góðs af því fjárhagslega að vinsældir deildarinnar aukist en ekki einvörðungu í því formi að njóta meiri athygli og virðingar sem íþróttamenn? “Ég veit það svei mér þá ekki. Ég vildi að maður gæti sagt eins og Charles Barkley í sjónvarpinu á dögunum þar sem hann sagðist ekki hafa samviskubit yfir launum sínum, aðrir væru að græða ennþá meira af körfuboltanum. Maður myndi náttúrulega ekki gráta það að við fengjum einhverja umbun fyrir þetta en síðan er spurning hversu raunhæft er það.” -Hvernig lýst þér á deildina í vetur? “Ef litið er á Njarðvíkurliðið er ég bjartsýnn á gengi þess í vetur þrátt fyrir brösótta byrjun. Nokkrir leikmanna okkar hafa átt í meiðslum að stríða en þeir eru að koma til og styrkja liðið mikið” -Hvaða lið telur þú vera sterkust? ” Keflvíkingar hafa byrjað mjög vel og eru með sterkt lið. Einnig hafa Haukarnir komið sterkir út. Ef Franc Booker og Maggi Matt ná sér vel á strik í vetur verða Valsmenn til alls líklegir. Einnig tel ég okkur í Njarðvík vera með eitt af sterkustu liðum deildarinnar. Ef litið er til þeirra liða sem eiga erfiðan vetur fyrir höndum er erfitt að nefna eitthvert eitt lið. Ég tel þó að þetta verði strangur vetur hjá Breiðablik. Þó svo að þeir hafi marga hávaxna leikmenn þá koma önnur lið til með að útkeyra þá með hraða sem stóru strákarnir ráða ekki við heilu leikina. KR ingar hafa ekki vikrað sannfærandi á mig en ef þeir ná sér á strik þá tel ég þá eiga eftir að gera góða hluti í vetur. Annars gildir það sem ég sagði áðan það eiga allir eftir að vinna alla og þetta á eftir að verða mikil barátta.” -Hvaða fjögur lið telur þú að eigi eftir að fara í úrslitakeppnina í vor? ” Úr riðlinum sem við Njarðvík erum í , spái ég okkur og Keflavík áfram. Úr hinum riðlinum ættu Valsmenn að komast áfram en ég held að blóðug barátta verði um hitt sætið. Annars tel ég að það eigi ekki eftir að ráðast fyrr en rétt undir lok deildarkeppninnar hvaða fjögur lið komast áfram. Þetta á sem sagt ekki eftir að vera eins og síðastliðin ár þar sem lið hafa verið búin að tryggja sér úrlsitasæti löngu áður en deildarkeppninni lýkur. Það er erfitt að segja til um hvaða lið stendur uppi sem sigurvergari í vor. Ég vona náttúrulega að það verði við Njarðvíkingar og ég ætla mér ekki að taka Íslandsmeistaratitilinn frá fyrir annað lið. Hvað varðar bikarkeppnina varðar er erfiðara að spá í spilin. Þar ræður dagsformið og heppnin miklu og óvæntir hlutir gerast oft. Ef maður lítur t.d. á ensku bikarkeppnina í fótboltanum sést að þar skjóta smáliðin oft stóru liðunum ref fyrir rass. Annars hefur okkur gengið vel í bikarnum og ég vona að svo verði áfram.” -Nú hefur það færst í vöxt að ungir strákar bæði í fótbolta og körfubolta fari til Bandaríkjanna til náms og fái skólastyrk út á hæfileika sína í íþróttum. Hvarflaði ekki að þér að fara út? “Jú vissulega og ég sé eiginlega eftir því að hafa ekki gert það. Ég myndi hvetja alla þá sem hafa tök á því að til að fara út að gera það. Þarna hljóta menn menntun og styrkjast mikið sem íþróttamenn. Það sést kannski vel á því hversu mikil aukning hefur verið á því að menn hafi farið utan til þess að leika körfubolta jafnframt þvði sem þeir hafa verið að læra. Á tímabili vorum við Valur Ingimundar einu leikmenn landsins sem ekki höfðum farið þessa leið.” -Hvað færir þér lífshamingju? “Þegar vel gengur innan vallar sem og utan, þá finnst mér ég vera hamingjusamur” -Snýst lífið hjá þér eingöngu um körfubolta? ” Yfir vetrartímann tekur karfan náttúrulega gríðarlegan tíma og orku frá mér. Ég er þannig úr garði gerður að mér finnst ég alltaf þurfa að hreyfa mig eitthvað til þess að fá útrás. Á sumrin fer ég t.d. í gorlf eða fotbotla, ég fæ enga útrás úr úr því að fara í bío eða eitthvað þess háttar.” -Þreytist konan ekkert á því hvað þú ert mikið í körfubolta? “Nei alls ekki. Hún sýnir mikla þolinmæði og veit hversu mikið körfuboltinn gefur mér. Hún er mér styrk stoð í þessu öllu og gefur mér t.d. alltaf “touch” eins og við köllum það , áður en ég fer í leiki. Þá heldur hún í hendurnar á mér og sendir mér strauma þetta er orðinn órjúfanlegur hluti af því að fara að keppa” Teitur og eiginkona hans Helga Lísa eiga von á sínu fyrsta barni í desember og tilhlökkunin er greinilega mikil. ” Ég held að það að verða pabbi eigi eftir að veita mér enn meiri kraft í körfunni og meiri lífsfylllingu almennt. Tveir félagar mínir úr landsliðinu, Páll Kolbeins og Valli Ingimundar bættu við sig ef eitthvað var sem leikmenn þegar þeir eignuðust sín fyrstu börn og ég sé ekki afhverju það ætti ekki að gerast hjá mér.” -Tekur það mikið á sálarlífið þegar illa gengur í körfuni? “Fysta hálftímann eftir tapleik líður mér bölvanlega og vil fá að vera í friði. Ef menn eru eitthvað að abbast upp í mig þá læt ég stundum orð flakka sem að ég síðan dauðsé eftir. Mér gengur líka erfiðlega að sofna að kvöldi tapleiks. Ég fer oft að spjalla við vini mína eftir tapleiki og manni líður betur á eftir, þegar maður er búin að dreifa huganum. Auðvitað líður manni alltaf betur eftir sigurleiki. Ég hef t.d. oðið var við að maður vaknar hress og sprækur eftir sigurleiki. Sigurvíman virðist hjálpa manni meðan tapið leggst af þunga á líkama og sál.” Ertu örlagatrúar, trúir þú að allt sé fyrirfram ákveðið í lífinu. Að það sé t.d. fyrirfram ákveðið hvort þú eigir að hitta úr þriggja stiga skoti á síðustu sekúndu í leik eða ekki, eða hvort þú eigir eftir að eiga eitt barn eða 11? “Nei alls ekki. Ég held að þetta sé allt undir sjálfum manni komið og hvernig maður beitir skapinu. Ég held að þetta sé svona sem betur fer því annars fengi einstaklingurinn engu ráðið um það hvernig líf hans þróast” -Hefuru áhuga á andlegum málefnum “Já að vissu marki. Ég held að alla fýsi að vita eitthvað um óvissuna í kringum þetta. Ég trúi t.d. á líf eftir dauðann en hvað varðar stjörnuspeki þá fylgist ég með henni í mogganum á morgnanna og búið spil. Ég fylgist með þessum málum úr fjarska.” -Eru einhverjar framtíðar óskir? ” Ég held að ég myndi óska mér hamingju fyrir mig og mína og að sjá fjöskyldu mína dafna og sjá henni líða vel”.t Höfundur: Hjörtur Guðbjartsson Hann minnir um sumt á ítalska knattspyrnusnillinginn Salvatore Schillachi þegar honum er heitt í hamsi og hann gleymir sér í augnabliks skaphita í spennandi körfuboltaleik. Þegar maður horfir á hann, geislandi af leikgleði og manni finnst sem augun ætli út úr höfðinu á honum , er eins og hann hafi þúsund andlit í einu – slík eru svipbrigðin. Maðurinn er Teitur Örlygsson, körfuknattleiksmaður úr Njarðvík. Teitur sem er 25 ára, er fæddur í Keflavík, en uppalinn í Njarðvík. Mörgum aðkomumönnum finnst sem Njarðvík og Keflavík séu sami staðurinn en eftir samtal við Teit sannfærist maður um að svo er ekki, allavega ekki þegar körfubolti er annars vegar. Teitur gekk í grunnskóla Njarðvíkur en þegar skyldunámi var lokið var körfuboltinn orðinn númer eitt og hefur skipað öndvegi hjá Teiti allar götur síðan. Teitur byrjaði snemma í körfubolta og fylgdi þar m.a. í fótspor eldri bróður síns, Sturlu. Hann reyndi þó fyrir sér í fleiri greinum og varð m.a. Íslandsmeistari með 5. flokki karla í handknattleik með UMFN. En oft eru það fullorðnu mennirnir sem móta ungu strákana og á uppvaxtaárum Teits var mikill uppgangur í körfuni í Njarðvík. Hann heillaðist af íþróttinni og hefur verið heillaður síðan. En hvernig upplifir Teitur sig sem körfuknattleiksmann í dag? Er hann aðalstjarnan í Njarðvík? “Nei, ég er alls enginn stjarna í Njarðvíkurliðinu. Það segir kannski sína sögu að ég hef aðeins einu sinni verið stigahæsti leikmaður keppnistímabils með Njarðvík, en það var veturinn 1988-89 þegar engir erlendir leikmenn léku hér. Ég held að styrkur minn liggi í því að ég er alhliða leikmaður, get bæði sótt og varist. Leikmanna hópur UMFN er líka þannig að þar “fílar” sig enginn einn sem stjörnu, heldur erum við fyrst og fremst liðsheild.” -Er ekki stundum erfitt að vera þú? Eru ekki gerðar miklar kröfur til þín?- “Jú vissulega verð ég var við að kröfur eru gerðar til mín og ég get ekki neitað því að mér finnst það gott. Ég tel mig leika best þegar ég er undir sem mestri pressu og mínir lökustu leikir eru gegn slakari liðum því þá er mér hætt við að missa einbeitinguna” -Hver er ástæða fyrir þessari ríku körfuboltahefð á Suðurnesjunum?- “Ég held að hana megi rekja til íþróttafélags Keflavíkurflugvallar. Ingi Gunnarsson var fyrirliði þess liðs auk landsliðsins og hann átti eftir að gera stóra hluti í Njarðvíkum sem og Bogi Þorsteinsson. Það má síðan eiginlega segja að körfuboltinn hafi færst yfir til Njarðvíkur og Keflavíkur þegar íþróttahúsin risu þar. Það tók þó Njarðvíkinga langan tíma að koma upp nægilega sterku liði til þess að verða íslandsmeistarar – og það gerðist reyndar ekki fyrr en árið 1981.” -Hvernig er andrúmsloftið þegar Suðurnesjarisarnir UMFN og ÍBK eigast við? – ” Það er alveg ólýsanlegt. Það má eiginlega segja að líf bæjarbúa snúist ekki um neitt annað. Sérstaklega var þetta áberandi þegar þessi 2 lið léku til úrslita á Íslandsmótinu í fyrra. Úrslitakeppnin stóð yfir í 2 vikur og það má eiginlega segja að maður hafi verið í hálfgerðu móki allan þann tíma. Daginn eftir síðasta leikinn vaknaði maður síðan upp við það að eitthvað vantaði og maður var farinn að spá í venjulega hlutin eins og hvernig veðrið væri – hluti sem maður hafði algerlega leitt hjá sér. Þetta var samt eiginlega of mikið. Leikmenn liðanna gátu hvergi verið út af fyrir sig. Ég man t.d. þegar við gengum, nokkrir félagar, niður á bryggju til þess að láta hugann reika aðeins og reyna að slappa af. Það var ekki hægt því þar voru menn hrópandi á okkur og að sjálfsögðu snerust köllin um körfubolta. Það er gríðarlegur rígur á milli liðanna og í hita leiksins eru menn farnir að segja og framkvæma hluti sem þeir myndu ekki gera ella. Samt er reynt a ðkeppa, innan vallar sem utan í sem mestu bróðerni og menn reyna að skilja sáttir.” Það hefur ekki farið á milli mála að þróunin er sú að lið á víð og dreif um landið eru frain að láta til sín taka í titlakapphlaupi í körfunni. Að spurður sagði Teitur þetta jákvæða þróun því þetta gæfi af sér fleiri góð körfuboltalið. “Ég held þó að það séu engin fallandi veldi á Suðurnesjunum” sagði Teitur. “Keflvíkingar eru alls ekki með lakara lið en þeir hafa verið með undanfarin ár og ég er sannfærður um að okkur Njarðvíkingum á eftir að ganga vel í vetur þrátt fyrir að byrjunin hafi ekki verið eins og við óskuðum”. -Hvað með landsliðsmálin? Ertu sáttur við það sem þar er að gerast? “Já ég get ekki sagt annað. Ég held að Torfi Magnússon sé að gera mjög góða hluti með landsliðið og ætli hann sé ekki eini íslenski landsliðsþjálfarinn í körfubolta sem hefur fleiri sigra en töp í farteskinu. Ég hef líka persónulega mjög gaman af því að spila fyrir Torfa enda hefur hann náð öllum bestu leikmönnunum saman í þá leiki sem hann hefur viljað. Það væri þó vissulega æskilegt ef landsliðið gæti leikið fleiri æfingaleiki eins og t.d. handboltalandsliðið er að gera við og við. Ég geri mér þó fyllilega grein fyrir því að þetta kosta allt sman peninga og KKÍ veður ekki í þeim” -Fer að koma að því að íslenska landsliðið fari að láta verulega til sín taka á alþjóðavettfangi? “Já það tel ég. Ég held að við séum ein af sterkustu þjóðunum á Norðurlöndum, það er engin spurning. Við unnum Norðmenn og Svía, en lékum að vísu ekki gegn Dönum og Finnum, á opnu Norðurlandamóti. Persónulega er ég sannfærður um að við hefðum unnið 2 síðastnefnudu þjóðirnar og ef um venjulegt Norðurlandamót hefði verið að ræða, þar með sigrað mótið. Það má einnig benda á að við unnum Litháa hérna heima í fyrra, en þeir unnu til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum síðastliðið sumar. Menn kunna þá að benda á að lið Litháa hafi vantað marga leikmenn og vissulega er það rétt. Menn mega þó ekki gleyma því að karfan er fyrst og fremst hóp íþrótt og ég tel sigurinn á Litháum sýna að við erum á réttri leið.” -Nú virðast fleiri íslenskir tveggja metra menn að vera að koma fram á sjónarsviðið. Er þetta ekki Jákvæð þróun? “Jú vissulega er þetta virkilega jákvæð þróun. Sérstaklega ef litið er til þess hversu margir ungir stórir strákar eru að koma fram. Það virðist vera að með aukinni umfjöllun og auknum körfuboltaáhuga heltist þessir stóru slánar síður úr lestinni og er það íþróttinni mjög til góðs.” -Nú talarðu um ungu strákarnir hætti síður nú en þeir gerðu áður vegna vakningar í körfuni. Hvað veldur þessum mikla körfubolta áhuga? “Ég held að þessi aukni körfuboltaáhugi sé alls ekkert bundinn við Ísland. Ég sá það t.d. í nýlegri könnun að körfubolti er orðin þriðja vinsælasta íþróttagrein heims á eftir fótbolta og tennis. Þessi aukni áhugi á örugglega rætur sínar að rekja til bandarísku snillingana í NBA. Stöð 2 hefur verið að sýna leiki frá deildinni og m.a. sýnt beint frá úrslitakeppninni og maður varð var við gríðarlegan áhuga fólks á því að fylgjast með þessum köppum og fæstir körfuboltaáhugamenn töldu eftir sérað vaka aðeins lengur meðan á úrslitakeppninni stóð. Síðan má heldur ekki gleyma því að miklar breytingar hafa verið gerðar á keppnisfyrirkomulaginu hérna heima með úrslitakeppninni sem sett var á laggirnar. Hún hefur heppnast geysilega vel og það sýnir sig m.a. á því að svipað fyrirkomulag er komið í handboltann og sú uppskrift virðist einnig ætla að ganga þar. Úrslitakeppnin í körfuni mætti þó vera lengri að mínu mati og með fleiri liðum, því mér fyndist að fleiri liðum ætti að vera kleift að taka þátt í þeirri miklu spennu sem er í kringum úrslitakeppninar þar sem hver leikur er úrslitaleikur” -Hefur eitthvað gleymst? ” Ég veit það ekki. Það kann að vera að einhver lið hafi látið unglinga og uppbyggingastarf sitja á hakanum. Ég veit að vel hefur verið haldið á spilunum hvað þetta varðar hjá Suðurnesjaliðunum en ég kann ekki frá að segja hvort önnur lið hafa staðið sig í stykkinu. Unglingastarfið er nokkuð sem ekki má vanrækja og það var mjög ánægjulegt og sýnir kannski aukna grósku í unglinastarfi að unglingalandslið Íslands sigraði á Norðurlandamótinu í fyrra.” -Nú verður A-keppni í handboltanum í vetur. Kemur það ekki til með að draga athyglina frá körfuboltanu ef íslenska landsliðinu vegnar vel? “Nei það tel ég ekki. Menn koma til með að fygjast áfram með sínum íþróttagreinum þó svo að landsliðið í einhverri grein sé í eldlínunni. Ég fylgist t.d. með handboltanum af miklum áhuga þegar þeir eru að keppa og ef maður lítur til fótboltalandliðsins finnst mér það mikil synd hversu lítin áhuga fólk sýnir því vegna þess að það ætti ekki að vera erfitt að koma upp mjög sterkum heimavelli fyrir íslenska fótboltalandsliðið hér á landi” -Hvernig nærð þú upp í þér keppnisskapinu fyrir leiki? “Fyrir leiki sem ég veit að koma til með að verða tvísýnir þarf ég ekki að “peppa” mig neitt sérstaklega upp , þá kemur keppnisharkan af sjálfu sér. Annars tölum við leikmennirnir okkur almennt saman fyrir leiki og reynum að ýta hver við öðrum. Stundum finnst mér að eitthvað meira þurfi til þess að ég nái upp almennilegri keppnishörku en orðin tóm, þá er oft ýtt við mér eða eitthvað þess háttar. Það getur þó snúist upp í andhverfu sína. Ég man t.d. einu sinni þegar einn ónefndur leikmaður UMFN kleip sem mest hann gat í lærið á mér í einu leikhléi. Ætlunin hans var að peppa mig upp en það bar engan árangur því ég hugsaði meira um það hverning hann kleip mig en til hvers”. – Ertu eins mikill keppnismaður utan vallar sem innan? “Já það má segja það . Þegar ég er t.d. að spila með fjöskylduni spil verð ég eiginlega að vinna síðasta spilið og stundum er haldið áfram lengi þar til ég vinn. Þetta er eins þegar ég hef verið að leika mér í kröfubolta á sumrin, ég verð að hætta ángæður og ég þoli ekki að tapa” -Nú hafa margir veitt sterkum svipbrigðum þínum meðan á leik stendur athygli. Stundum er eins og þú sért að missa augun úr höfðinu. Er þetta eitthvað ósjálfrátt eða hvað? “Já þetta er mér algerlega ósjálfrátt, ég nota linsur og hef velt því fyrir mér hovrt þessi sterki augnsvipur stafi af notkun þeirra, en ég held ekki. Svona er ég bara þegar ég er einbeittur. Mér bregður stundum þegar ég sé myndir af sjálfum mér starandi inni á vellinum en þrátt fyrir margar tilraunir fyrir framan spegilinn hefur mér ekki tekist að ná þessum sama svip. Annars er það skemmtilegt hvað kjaftasögurnar eru fljótar að verða til. Það var t.d. ákveðið í einum saumaklúbbi hér á Suðurnesjum að augun ætluðu út úr hausnum á mér vegna þess hve ég neytti mikils kókaíns! Hugsaðu þér! Maður var kallaður MARADONA og allt!” -Hvernig tekuru svona sögum? “Fyrst fór þetta í taugarnar á mér en núna stendur mér nákvæmlega sama og ég brosi að þessum sögum. Ég man t.d. eftir annari sögu en hún varð til í kjölfar einhverra tapleikja hjá okkur. Þá reyna menn oft að leita skýringa og skýringin fyrir þessu tapleikjum var víst hversu hliðhollir brennivíninu við hefðum verið. Sú saga gekk fjöllum hærra að sést hefði til eins af leikmönnum okkar þar sem hann var að fara inn til sín blindfullur. Það var bara verst að hinn upphaflegi sögumaður vissi ekki að viðkomandi leikmaður var fluttur úr því húsi þar sem til hans hafði átt að sjást, nokkrum mánuðum áður!” -Nú vakti það mikla athygli í úrslitakeppnini þegar þú skallaðir Gunnar litla bróðir þinn á milli vítaskota sem hann var að framkvæma. Til hvers var það gert? “Þetta var einungis til gamans gert. Ég var að reyna að peppa Gunna upp og að fara aðeins í taugarnar á Keflvíkingunum í leiðinni. Þó svo að töluvert sé um liðið frá því að ég skallaði hann þá sér ennþá á honum! Hann hefur verið svo óheppinn að ég skallaði tvisvar á nákvæmlega sama stað” -Hvaða íslenskur körfuboltamaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? “Núna situr Páll Kolbeinsson efst í huganum, en hann fór hamförum gegn okkur í öðrum leiknum í dieldinni. Einnig finnst mér mikið til Jóns Kr og Guðmundar Bragasonar koma” -Hvaða tvo íslenska leikmenn vildirðu sjá í Njarðvíkurbúiningum? “Ætli það yrðu ekki Pétur Guðmundsson og Jón Kr Gíslason. Ef það gegni eftir myndum við ekki bara styrkjast um Jón Kr heldur myndi Keflavík veikjast um hann” sagði Teitur og brosti út í annað og manni verður ljóst að sameining UMFN og ÍBK virðist varla vera á næstu grösum. “Ég hef spilað marga leiki með Jóni Kr. Með landsliðinu og við erum farnir að þekkja ágætlega hvor á annan og mér finnst gott að spila með honum” Af erlendum leikmönnum sagðist Teitur mest halda upp á Michael Jordan “Maður verður eiginlega að gera það, því hann hefur framkvæmt hluti sem aðra aðeins dreymir um að hægt væri að framkvæma. Einnig verður gaman að fylgjast með Shaq Oneal næsta vetur en hann var valinn fyrstur í háskólavalinu í ár. Þegar ég var yngri var ekki hægt að fylgjast eins vel með NBA og nú er hægt en ég horfði á þá leiki sem RÚV sýndi á sínum tíma og síðan komst ég í körfuboltablöð upp á velli. Þá voru stjörnurnar DR.J og fleiri miklir körfuboltakappar” -Verður Bandaríkjamönnum einhverntíman ógnað í körfuboltanum? “Nei það held ég varla allavega ekki í bráð. Það sýndi sig á Ólympíuleikunum síðasta sumar að þeir virðast vera um 10 til 15 árum á undan öðrum þjóðum í leikni sinni í íþróttinni. Það er kannski ekki skrýtið því að þeir leikmenn sem ná alla elið inn í NBA eru í körfubolta svo að segja frá því að þeir eru í vöggu þar til þeir hafa gengið í gegnum háskólaana. Ég hafði mjög gaman af því að fylgjast með draumaliðinu og það sýnir vel hversu langt er hægt að ná í íþróttinni.” -Gætiru hugsað þér að leika meðö öðru íslensku liði en UMFN? “Já ég gæti það. Ég hef verið að velta þessu mikið fyrir mér og það er ekki ólíklegt að maður slái til fyrir næsta tímabil og prófi eitthvað nýtt” -Er eitthvað eitt lið fremur öðru sem þú gætir hugsað þér að leika með? “Ég veit það ekki. Ég verð að segja eins og er að mig hefur alltaf langað til þess að prófa að eiga heima í Reykjavík. Eins gæti ég vel hugsað mér að leika á stað eins og Sauðárkróki þar sem stemmningin er gríðarleg. Ég hef alltaf fundið mig vel í leikjum fyrir norðan því þar fæ ég þá pressu á mig sem mér líður vel að leika í öskrandi áhorfendur yfir hausamótunum á manni. Það má samt ekki gleyma því að ég er Njarðvíkingur og hef aldrei spilað með öðru liði. Það getur vel verið að ég finni mig ekki eins vel annars staðar og ég geri í Njarðvík.” -Eru einhverjir peningar í körfuni? “Nei allavega ekki þannig að maður geti lifað af því . Þaðvar þannig á tímabili að mönnum voru boðnar þjálfarastöður og þeir gátu þá samrýmt áhugamál og atvinnu. Þetta hentaði mér ekki . Mér fannst það eyðileggja fyrir mér að vera öllum stundum í íþróttahúsinu og mér líður mun betur í vinnuni hjá Flugleiðum heldur en mér leið þegar ég vann við þjálfun hjá Njarðvík” -Nú segist þú hafa velt fyrir því að skipta um félag og Sturla bróðir þinn hefur leikið með nokkrum íslenskum félögum. Er miklir peningar í þessu? Hefur Sturla grætt? “Nei það held ég ekki. Ég hef það á tilfinningunni að Stulli sjái eftir því að hafa verið að flakka svona mikið milli félaga og hann er ekki orðinn ríkur af því. Ég gæti alveg hugsað mér aðspila með öðru liði í einhvern ákveðinn tíma, en ég reikna með að búa í Njarðvík í framtíðinni annars maður aldrei að segja aldrei. Hvað varðar peninganna í körfuboltanum held ég að þeir séu ekkert gríðarlegir. Við hjá Njarðvík erum t.d. á leikmannasamningum þar sem skýrt er kveðið á um hvað skuli greiða fyrir okkur. En það eru margir lausir endar á svona samningum og þeir eru langt frá því að vera fullkomnir.Ég hef heyrt það útundan mér að ég hafi fengi einhverjar milljónir fyrir að leika með Njarðvík og sú saga gekk víst fjöllum hætta á síðasta KKÍ þingi.Þetta er algjör vitleysa. Forráðamenn Njarðvíkur hlógu sig mátlausa að þessu og voru hæstánægðir með þessa sögu. Upphæðirnar sem Njarðvík var að greiða mér áttu vísta að hafa verið svo háar að öðrum liðum datt ekki í hug að bjóða í mig! Ég var víst svo dýr! Þannig að forráðamenn deildarinnar le´tu það því alveg ver að bera þessa sögusögn til baka á þinginu. Ég get ekki séð þá íslensku leikmenn sem leika í úrvalsdeildinni og gera ekkert annað en spila körfubolta. Erlendu leikmennirnir sem hér eru hafa margir hverjir ágætis peninga upp úr þessu en við Íslendingar sitjum ekki við sama borð og þeir hvað peningana varðar” – Nú eyðir þú miklum að tíma í æfingar og keppnir með félags og landsliði. Hvað teldirðu eðlilegt að þú fengir greitt fyrir það streð sem þú leggur á þig í körfunni? “Þessu er mjög erfitt að svara. Menn gætu fussað ef ég segði 50þús kr og hvað þá ef ég segði 100þús kr. Það væri aftur á móti mjög æskilegt að menn gætu eytt meiri tíma í íþróttina t.d. unni vejulega vinnu fyrir hádegi og síðan einbeitt sér að íþrótt sinni eftir hádegi og þá jafnvel unnið eitthvað fyrir félagslið sitt.” -Hvaða leiðir eru færar til þess að veit merir peningum í körfuboltan? “Eins og staðan er í þjóðfélaginu í dag sitja íþróttir á hakanum þegar verið eru að úthluta peningum það gefur augaleið. Mér finnst mjög jákvætt að smaið skyldi vera við RÚV um sýningarrétt á leikjum úrvalsdeildarinnar því RÚV á sinn skerf í þeim uppgangi sem hefur verið í körfunni. Það fór t.d. ekki milli mála að það vakti mikla athygli þegar verið var að sýna úrslitakeppnina á milli UMFN og ÍBK í beinum útsendingum enda voru allir þessi leikir draumaleikir og spennandi fram á síðustu mínútur. Hvað varðar auglýsingamál og áhorfendafjölda á leikjum þá tel ég þau mál vera í nokkuð góðum málum” -Finnst þér að leikmenn úrvalsdeildarinnar eigi að njóta góðs af því fjárhagslega að vinsældir deildarinnar aukist en ekki einvörðungu í því formi að njóta meiri athygli og virðingar sem íþróttamenn? “Ég veit það svei mér þá ekki. Ég vildi að maður gæti sagt eins og Charles Barkley í sjónvarpinu á dögunum þar sem hann sagðist ekki hafa samviskubit yfir launum sínum, aðrir væru að græða ennþá meira af körfuboltanum. Maður myndi náttúrulega ekki gráta það að við fengjum einhverja umbun fyrir þetta en síðan er spurning hversu raunhæft er það.” -Hvernig lýst þér á deildina í vetur? “Ef litið er á Njarðvíkurliðið er ég bjartsýnn á gengi þess í vetur þrátt fyrir brösótta byrjun. Nokkrir leikmanna okkar hafa átt í meiðslum að stríða en þeir eru að koma til og styrkja liðið mikið” -Hvaða lið telur þú vera sterkust? ” Keflvíkingar hafa byrjað mjög vel og eru með sterkt lið. Einnig hafa Haukarnir komið sterkir út. Ef Franc Booker og Maggi Matt ná sér vel á strik í vetur verða Valsmenn til alls líklegir. Einnig tel ég okkur í Njarðvík vera með eitt af sterkustu liðum deildarinnar. Ef litið er til þeirra liða sem eiga erfiðan vetur fyrir höndum er erfitt að nefna eitthvert eitt lið. Ég tel þó að þetta verði strangur vetur hjá Breiðablik. Þó svo að þeir hafi marga hávaxna leikmenn þá koma önnur lið til með að útkeyra þá með hraða sem stóru strákarnir ráða ekki við heilu leikina. KR ingar hafa ekki vikrað sannfærandi á mig en ef þeir ná sér á strik þá tel ég þá eiga eftir að gera góða hluti í vetur. Annars gildir það sem ég sagði áðan það eiga allir eftir að vinna alla og þetta á eftir að verða mikil barátta.” -Hvaða fjögur lið telur þú að eigi eftir að fara í úrslitakeppnina í vor? ” Úr riðlinum sem við Njarðvík erum í , spái ég okkur og Keflavík áfram. Úr hinum riðlinum ættu Valsmenn að komast áfram en ég held að blóðug barátta verði um hitt sætið. Annars tel ég að það eigi ekki eftir að ráðast fyrr en rétt undir lok deildarkeppninnar hvaða fjögur lið komast áfram. Þetta á sem sagt ekki eftir að vera eins og síðastliðin ár þar sem lið hafa verið búin að tryggja sér úrlsitasæti löngu áður en deildarkeppninni lýkur. Það er erfitt að segja til um hvaða lið stendur uppi sem sigurvergari í vor. Ég vona náttúrulega að það verði við Njarðvíkingar og ég ætla mér ekki að taka Íslandsmeistaratitilinn frá fyrir annað lið. Hvað varðar bikarkeppnina varðar er erfiðara að spá í spilin. Þar ræður dagsformið og heppnin miklu og óvæntir hlutir gerast oft. Ef maður lítur t.d. á ensku bikarkeppnina í fótboltanum sést að þar skjóta smáliðin oft stóru liðunum ref fyrir rass. Annars hefur okkur gengið vel í bikarnum og ég vona að svo verði áfram.” -Nú hefur það færst í vöxt að ungir strákar bæði í fótbolta og körfubolta fari til Bandaríkjanna til náms og fái skólastyrk út á hæfileika sína í íþróttum. Hvarflaði ekki að þér að fara út? “Jú vissulega og ég sé eiginlega eftir því að hafa ekki gert það. Ég myndi hvetja alla þá sem hafa tök á því að til að fara út að gera það. Þarna hljóta menn menntun og styrkjast mikið sem íþróttamenn. Það sést kannski vel á því hversu mikil aukning hefur verið á því að menn hafi farið utan til þess að leika körfubolta jafnframt þvði sem þeir hafa verið að læra. Á tímabili vorum við Valur Ingimundar einu leikmenn landsins sem ekki höfðum farið þessa leið.” -Hvað færir þér lífshamingju? “Þegar vel gengur innan vallar sem og utan, þá finnst mér ég vera hamingjusamur” -Snýst lífið hjá þér eingöngu um körfubolta? ” Yfir vetrartímann tekur karfan náttúrulega gríðarlegan tíma og orku frá mér. Ég er þannig úr garði gerður að mér finnst ég alltaf þurfa að hreyfa mig eitthvað til þess að fá útrás. Á sumrin fer ég t.d. í gorlf eða fotbotla, ég fæ enga útrás úr úr því að fara í bío eða eitthvað þess háttar.” -Þreytist konan ekkert á því hvað þú ert mikið í körfubolta? “Nei alls ekki. Hún sýnir mikla þolinmæði og veit hversu mikið körfuboltinn gefur mér. Hún er mér styrk stoð í þessu öllu og gefur mér t.d. alltaf “touch” eins og við köllum það , áður en ég fer í leiki. Þá heldur hún í hendurnar á mér og sendir mér strauma þetta er orðinn órjúfanlegur hluti af því að fara að keppa” Teitur og eiginkona hans Helga Lísa eiga von á sínu fyrsta barni í desember og tilhlökkunin er greinilega mikil. ” Ég held að það að verða pabbi eigi eftir að veita mér enn meiri kraft í körfunni og meiri lífsfylllingu almennt. Tveir félagar mínir úr landsliðinu, Páll Kolbeins og Valli Ingimundar bættu við sig ef eitthvað var sem leikmenn þegar þeir eignuðust sín fyrstu börn og ég sé ekki afhverju það ætti ekki að gerast hjá mér.” -Tekur það mikið á sálarlífið þegar illa gengur í körfuni? “Fysta hálftímann eftir tapleik líður mér bölvanlega og vil fá að vera í friði. Ef menn eru eitthvað að abbast upp í mig þá læt ég stundum orð flakka sem að ég síðan dauðsé eftir. Mér gengur líka erfiðlega að sofna að kvöldi tapleiks. Ég fer oft að spjalla við vini mína eftir tapleiki og manni líður betur á eftir, þegar maður er búin að dreifa huganum. Auðvitað líður manni alltaf betur eftir sigurleiki. Ég hef t.d. oðið var við að maður vaknar hress og sprækur eftir sigurleiki. Sigurvíman virðist hjálpa manni meðan tapið leggst af þunga á líkama og sál.” Ertu örlagatrúar, trúir þú að allt sé fyrirfram ákveðið í lífinu. Að það sé t.d. fyrirfram ákveðið hvort þú eigir að hitta úr þriggja stiga skoti á síðustu sekúndu í leik eða ekki, eða hvort þú eigir eftir að eiga eitt barn eða 11? “Nei alls ekki. Ég held að þetta sé allt undir sjálfum manni komið og hvernig maður beitir skapinu. Ég held að þetta sé svona sem betur fer því annars fengi einstaklingurinn engu ráðið um það hvernig líf hans þróast” -Hefuru áhuga á andlegum málefnum “Já að vissu marki. Ég held að alla fýsi að vita eitthvað um óvissuna í kringum þetta. Ég trúi t.d. á líf eftir dauðann en hvað varðar stjörnuspeki þá fylgist ég með henni í mogganum á morgnanna og búið spil. Ég fylgist með þessum málum úr fjarska.” -Eru einhverjar framtíðar óskir? ” Ég held að ég myndi óska mér hamingju fyrir mig og mína og að sjá fjöskyldu mína dafna og sjá henni líða vel”.t Höfundur: Hjörtur Guðbjartsson

