Samskiptareglur félagsins
Tilgangur
•Hvernig á tryggan hátt skal móttaka, opna, vista og senda tölvupóst eða IM skilaboð, sem berst eða er sendur í nafni UMFN (@umfn.is)
Markmið
• Að allur tölvupóstur og IM skilaboð móttekin af deildum UMFN og sendur í nafni UMFN sé meðhöndlaður á tryggan og skilvirkan hátt.
Umfang og notkunarsvið
• Allur póstur eða IM skilaboð skal skilmerkilega merkt með deild og þeim ítarupplýsingum, sem aðalstjórn UMFN leggur til. Allar deildir innan UMFN skulu notast við @umfn.is póstföng sem þeim er úthlutað.
Ábyrgð
• Allur póstur eða IM skilaboð sem send eru í nafni UMFN eða móttekin og stílaður á lénið umfn.is er eign UMFN.
Reglur
• Póstur sendur til eða frá umfn.is póstfangi er eign UMFN enda sendur eða móttekin í nafni þess sbr. umfn.is
• Aðalstjórn UMFN áskilur sér þann rétt að mega skoða allan póst deilda. Formaður og/eða framkvæmdarstjóri deildar er látinn vita ef að af því verður.
• Öll persónuleg samskipti milli stjórnarmanna deilda og/eða starfsmanna skulu fara fram á einkapóstfangi en ekki á póstfangi í eign UMFN.
• Tölvupóstsamskipti á póstfangi UMFN skulu vera varðandi málefni sem snúa að deildum en ekki persónuleg samskipti starfsmanna eða stjórnarmanna.
• Hámarksstærð sendingar er 15MB.
Hver notandi fær 5Gb til umráða fyrir sinn tölvupóst. Enginn póstur með viðhengjum sem heita .EXE, .COM, .BAT, PIF eða .VBS fær að koma inn á tölvupóstkerfi UMFN
Eftirlit
• Aðalstjórn UMFN hefur eftirlit með pósti ef þörf krefur í samráði við vefstjóra UMFN
Tilvísun
• Sjá lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77 23. maí 2000

