Reglur um fjáraflanir í nafni UMFN
- Fjáraflanir einstakra hópa skulu vera á vegum viðkomandi foreldraráðs, eða iðkenda sjálfra, ef þeir eru 18 ára eða eldri. Áður en ráðist er í fjáröflun skal viðkomandi hópur eða foreldraráð ákveða hvaða einstaklingar eru ábyrgðarmenn fjáröflunarinnar og skulu þeir koma fram fyrir hönd hópsins.
- Samþykki aðalstjórnar skal liggja fyrir áður en ráðist er í fjáröflun.
- Einstaklingar og hópar skulu við fjáraflanir ávallt vera merktir félaginu og gefa upplýsingar fyrir hvern og til hvaða verkefnis fjársins er aflað.
- Áður en farið er í fjáröflun skal liggja fyrir hvernig henni verði varið, hvort um er að ræða sameiginlegan sjóð og/eða merkt viðkomandi einstaklingi.
- Fjáraflanir á vegum flokka, deilda eða einstakra hópa innan Ungmennafélags Njarðvíkur skal miðast við að standa straum af beinum kostnaði vegna viðkomandi viðburðar s.s. beinum ferða- og dvalarkostnaði ásamt kostnaði við þátttöku í viðburðum sem skipulagðir eru sem hluti af viðkomandi ferð. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur geti með fjáröflun í nafni félagsins aflað sér fjármuna umfram beinan kostnað.
- Einstaklingur sem safnað hefur fé sem sérstaklega er merkt honum hættir við þátttöku í ferð/viðburði af óviðráðanlegum sökum á ekki rétt á að fá endurgreitt það sem safnað er fyrir. Í slíkum tilvikum rennur féð sem merkt var viðkomandi einstaklingi í sameiginlegan sjóð. Ef fé hefur verið lagt inn í verkefnið án söfnunar vegna einstaklingsins á viðkomandi rétt á endur-greiðslu.
- Stjórn UMFN úrskurðar um öll ágreiningsmál sem upp koma í tengslum við safnanir á vegum félagsins og getur sett nánari reglur um þær og veitt undanþágur ef slíkt telst nauðsynlegt.

