
Hvað eru rafíþróttir?
Rafíþrótt er íþrótt þar sem keppt er í tölvuleikjum. Oftast er um að ræða skipulagðar keppnir í fjölspilunarleikjum milli atvinnumanna sem keppa ýmist sem einstaklingar eða lið. Tölvuleikjakeppnir hafa lengi verið hluti af tölvuleikjamenningunni en frá 1. áratug 21. aldar hefur áhorf aukist gegnum netstreymi á keppnum og atvinnumennska að sama skapi aukist. Á 2. áratug 21. aldar eru rafíþróttir orðnar mikilvægur hluti af þróun og markaðssetningu tölvuleikja og margir leikjaframleiðendur taka þátt í að setja upp og styrkja rafíþróttamót.
Algengustu leikirnir sem keppt er í eru stríðsleikir, fyrstu persónu skotleikir, slagsmálaleikir og herkænskuleikir. Vinsæl rafíþróttamót eru haldin í leikjunum League of Legends, Dota, Counter-Strike, Overwatch, Super Smash Bros. og StarCraft. Meðal þekktustu mótanna má nefna League of Legends World Championship, The International (Dota 2), Evolution Championship Series og Intel Extreme Masters.Dæmi um deildarkeppni er Overwatch League. Minna vinsælar rafíþróttir eru boltaleikirnir FIFA, Rocket League og NBA.

