Reglugerð um tilnefningu og val á íþróttafólki UMFN
- Tilnefning til íþróttafólks UMFN skal miðast við hverja íþróttagrein innan deildar, sem er lögleg keppnisgrein innan ÍSÍ.
- Stjórn viðkomandi deildar tilnefnir eina konu og einn karl í hverri íþróttagrein, sem til afreka hefur unnið á efsta stigi þeirrar greinar sem keppt er í, þ.e. í fullorðins- eða meistaraflokki, og sýnt hefur háttsemi bæði í keppni og störfum fyrir félagið.
- Stjórnir deilda skulu senda framkvæmdastjóra félagsins bréflega þá sem eru tilnefndir, á stöðluðu formi til að auðvelda samanburð afreka hvers einstaklings.
- Aðalstjórn velur úr öllum tilnefningum, hver fyrir sig og sendir framkvæmdastjóra niðurstöður sínar. Þau sem meirihluta hafa fengið, eru valin Íþróttafólk UMFN

