Róbert Þór tekur við formannsembættinu af Gunnari
eftir jonkarfa
Róbert Þór Guðnason hefur tekið við formannsembættinu af Gunnari Erni Örlygssyni hjá Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Róbert gegndi áður hlutverki varaformanns deildarinnar en Gunnar hefur látið af störfum sem formaður sökum anna í vinnu.
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur þakkar Gunnari fyrir sitt veglega framlag og óskar um leið Róberti velfarnaðar á formannsstóli.

